Hvaða áhrif hefur tónlist á slæma heilsu?
Aron Kristinn
Velkomin/n
Hérna ert þú komin/n á heimasíðuna mína.
Ég heiti Aron Kristinn Smárason og ég er búinn að vera að vinna í lokaverkefni GRV,
þar sem við veljum okkur viðfangsefni og semjum síðan rannsóknarspurningu út frá því.
Mín rannsóknarspurning hljómar svona: Hvaða áhrif hefur tónlist á kvíða ? Á þessari heimasíðu mun ég gera mitt besta til að svara henni.
Þetta er ég
57506561_2077262199248436_74745422733115 | 52650709_2159943704320569_48288439543697 | aron mynd.jpg |
---|
Tónlist
Tónlist er notuð á margvíslegan hátt t.d í slökun, ræktina, einbeitingu,til að vakna, í göngu, með kvöldmat o.s.frv.
En nú í dag er hún ekki bara notuð í venjulegu daglegu lífi.
Tónlist er notuð til að hjálpa fólki með þunglyndi og/eða kvíðaröskun.Það er kallað "music therapy" eða "tónlistar meðferð".
Tónlist getur tekið einbeitinguna frá mest öllum kvíða eða vanlíðan sem fólkið glímir við.
Tónlist hefur líka svo mikil áhrif á okkur, ekki bara hvernig okkur líður heldur líka
á hjartsláttinn, hormónakerfið, jafnar út spennu í taugakerfinu og hefur andleg áhrif.
Það hafa verið framkvæmdar margar rannsóknir til að finna út hvernig er hægt að nota tónlistarmeðferð og hér fyrir neðan eru helstu niðurstöðurnar.
(University Health News 2018)
Gerir það þig klárari?
Hver partur heilans svarar við mjög sérstaka virkni (tilfinningar, hreyfing, sjónmynd, mynni o.s.f). Vísindamenn komumst að þegar fólk hlustar á tónlist þá sendir það af stað "flugelda" í heilanum, sem þýðir að margir hlutar heilans vinna á sama tíma. Það að hlusta á tónlist er því líkt og "full líkamsþjálfun" fyrir heilann. Þegar við spilum tónlist þá kveikir það á flestum hlutum heilans, samtímis er heilinn að meðtaka mikið af upplýsingum (gegnum sjón, hljóð og mótor kortex) og samtímis tengingar og raðir. Þessi svæði heilans styrkjast með æfingum, þá styrkjast tengdar aðgerðir hvers svæðis.
Auk þess komust vísindamenn að því að spila tónlist eykur virkni "corpus callosum" svæði heilans, gildur taugastrengur sem tengist báðum helmingum heilans. Þetta þýðir fyrir t.d fólk sem spilar á hljóðfæri að það verður betra í að "leysa vandamál" og geta tekið ákvarðanir hraðar og betur. Þau eiga betur með að spila á hljóðfæri með vinum og þurfa ekki að vita hvað gerist næst.
Auk þess að leysa vandamál, þá eru tónlistarmenn taldir vera betri í að framkvæma hugmyndir, sem getur verið ástæðan af hverju þau geta "spunnið". Tónlistarsmíði inniheldur iðkun og skilning á skilaboðum og tilfinningaríku efni. Tónlistarmenn hafa sterkan mátt í að plana, skipuleggja, og hafa mikla athygli á smáatriðum.
Við sjáum þetta allan tíman í samspili, og það er svo magnað þegar tveir tónlistarmenn sem hafa aldrei spilað saman ná að tengjast í núinu á mómentinu, og geta tónlistarlega séð sprengt hausa og bræða andlit.
Allir þessir hæfileikar eru styrktir með einhverri góðri minningu. Með alla þessa reynslu, þá er engin furða að tónlistarmenn ná að halda svona óskaplega miklar minningar, eins og þeir framkvæma einföld og flókin verkefni í öllum æfingum sínum og frammistöðu.
Einn maður verður að semja, geyma og framkalla margar minningar hvert skipti sem þau taka upp hljóðfæri.
Við sjáum þetta í hvert skipti sem þeir spila lögin sín eða annarra.
Langtíma minnið fer í gang og maður man form og melódíur sem er geymt í
geymslunni í heilanum, þetta virkar eins og "góður internet leitar dálkur" á meðan hæfileikarnir þeirra leggja af stað.
(Live for live music 2015)
Meðferðin
Kvíðaröskun
Áhrifa mesta notkun tónlistarmeðferðarinnar er að finna náttúrulega huggun við kvíða. Rannsóknir sýna að tónlist getur haft jákvæð áhrif á þann hluta heilans sem sér um kvíða og stress.
Með tónlistarmeðferðinni er hægt að draga úr kvíða einkenni.
Þunglyndi
Það hafa verið framkvæmdar margar ransakanir sem fundu það út að tónlistar meðferðin hefur jafn góð áhrif og við kvíða. Niðurstaða einna rannsókna bendi að allar rannsóknir sýndu að hlusta á eða semja tónlist hjálpar gríðarlega mikið við að minka þunglyndi. Margar rannsóknir sýna að tónlist fær heilan til að framkalla mikið dópamín, sem hjálpar að berjast við þunglyndi. En þessi meðferð getur líka verið góð fyrir fólk sem glímir við skamtíma þunglyndi.
Krónískur Sársauki
Eins mikið og þessi meðferð getur tekið athyglina af óþægindum og loka fyrir sársauka boð til heilans, þá er líka gott að nota hana til að meðhöndla sársaukann.
Í einni rannsókn þá er hlustað á tónlist sem hluti af tónlistarmeðferð afskipti á hverjum degi í 60 daga sem leiddi til mikilla minnkun sársauka í fólki með krónískan Sársauka. Þessi meðferð leiddi líka til minni álag á stressi og þunglyndi fyrir þá sjúklinga, eins vel og þegar það er notað kvíða lyf.
kransæðasjúkdómur
Tónlistarmeðferð hjálpar við að lækka kvíða og stress í hjartasjúkdóms sjúklingum, sem er mikilvægt til að halda sjúklingunum heilbrigðum. Tónlist getur líka verið notuð til að lækka hjartaslátt og blóðþrýsting.
Meðganga
Margar konum upplifa stress, kvíða eða þunglyndi á meðgöngunni þeirra, sem hægt er að meðhöndla með tónlistarmeðferð. Þegar það er hlustað á tilbúinn lagalista, 30 min á dag í tvær vikur, voru sýndar framúrskarandi niðurstöður að stress, kvíði og þunglyndi lækka gríðarlega mikið.
(University Health News 2018)
Ekkert eins
Þegar fólk hlustar á tónlist þá er enginn sem hlustar á nákvæmlega það sama. Sumir hlusta á þungarokk til að slaka á, eða rapp. Það eru ótal möguleikar í tónlist, þannig ég fékk smá hjálp við að finna hérna nokkur lög sem fólki finnst falleg, róandi, sorgleg eða bara flott.
Þessi lagalisti er víður og fyrir alla. Endilega niðurhalaðu þessum lögum ef þér finnst þau flott.
Verði ykkur að því <3